Velkomin á nýjan vef BHM!

Nýr og endurbættur vefur BHM er kominn í loftið. Markmiðið er betri þjónusta og stórbætt aðgengi að upplýsingum fyrir öll.

Opnun vefsins er stór áfangi en talsverð vinna var lögð í þarfagreiningu, hönnun og forritun frá grunni. Vefurinn var einfaldaður til muna með það að markmiði að gera hann aðgengilegri, skýrari og léttari.

Helstu breytingar á vefnum eru svokallaðir lífsviðburðir þar sem við höfum tekið saman helstu upplýsingar um réttindi og þjónustu á einum stað. Eins eru skýrari og aðgengilegri upplýsingar um sjóði, styrki, kjara- og réttindamál.

Vefur BHM er einnig miðlægt safn upplýsinga fyrir öll 27 aðildarfélög bandalagsins.

Vefurinn er unninn í samstarfi við Hugsmiðjuna.

Ekki hika við að hafa samband ef þið hafið athugasemdir eða ábendingar.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt