Opnað fyrir úthlutanir orlofskosta

Mánudaginn 17. október klukkan 12:00 verður opnað fyrir bókanir á orlofskostum OBHM. Opnað verður fyrir bókanir á öllum orlofshúsum sjóðsins sem staðsett eru vítt og breytt um landið. 

Tímabil úthlutunar er 1. janúar - 2. júní, að páskavikunni undanskilinni.

Punktafrádráttur er tekin á veturnar, 4 punktar fyrir hvern virkan dag en 14 punktar fyrir helgi (fös - mán).

Til að bóka þarf að skrá sig inn á orlofsvefinn með rafrænum skilríkjum.

Besta leiðin til að bóka þegar búið er að skrá sig inn er að ýta á laus tímabil/bóka, næst er ýtt á þann mánuð sem félaginn vill skoða og dagsetningar valdar. Því næst leiðir heimasíðan viðkomandi áfram á greiðslusíðu SaltPay þar sem greitt er fyrir leiguna.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt