Úthlutunardagar orlofshúsa fyrir páska og sumar 2023

Opnað verður fyrir páskaúthlutanir í febrúar og sumarúthlutanir í mars

Páskatímabilið er ein vika og sumartímabilið ellefu vikur.

  • Opið verður fyrir umsóknir um orlofshúsaleigu fyrir næstu páska frá 8. febrúar - 22. febrúar (2 vikur).
  • Opið verður fyrir umsóknir um orlofshúsaleigu fyrir næsta sumar frá 1. mars - 22. mars (3 vikur).

Dagana sem opið verður fyrir umsóknir verður sérstakur flipi á orlofsvefnum sem stendur á UMSÓKNIR. Það þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum til þess að geta lagt inn umsókn.

Hægt er að velja 10 mismunandi möguleika í umsókn sem hvert og eitt raðar eftir forgangi (nr. 1 væri þá fyrsta val).

Aðeins er hægt að leggja inn eina umsókn fyrir hvert tímabil, eina fyrir páska og eina fyrir sumar.

Ef félagi hefur lagt inn umsókn en óskar þess að breyta henni þarf að fara inn á orlofsvefinn, eyða út fyrri umsókn og útbúa nýja. Ekki er hægt að breyta umsókn sem þegar hefur verið lögð inn.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt