Kjaraviðræður 2023
Kjaraviðræður standa nú yfir. Hér birtast nýjustu upplýsingar um leið og þær berast.
Aðildarfélög BHM halda utan um kjarasamninga fyrir sína félaga. Félögin gera flest kjarasamninga á þrenns konar vettvangi; við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði.
Kjarasamningur er samningur um kaup og kjör fólks. Kjarasamningar eru ótalmargir og forsendurnar fjölbreyttar. Kjarasamningar eru lágmarkssamningar sem þýðir að ekki er hægt að greiða laun eða bjóða kjör undir því sem samið er um.