Skip to content

Kjaraviðræður 2023

Kjaraviðræður standa nú yfir. Hér birtast nýjustu upplýsingar um leið og þær berast.
  • Formlegar viðræður eru hafnar og þéttir fundir fram undan.
  • Áhersla er lögð á að skila kjarabótum til alls félagsfólks. Sérstök áhersla er lögð á að leysa úr jöfnun launa milli markaða.
  • Í febrúar 2023 tilkynntu BHM, BSRB og KÍ um að þau myndu ganga saman til kjaraviðræðna. Þá höfðu heildarsamtökin fundað óformlega með fulltrúum opinberra launagreiðenda í nokkrar vikur.
  • Í nóvember 2022 kynnti BHM sameiginlegar áherslur fyrir komandi kjaraviðræður undir yfirskriftinni Jafnréttissamningurinn. Hér til hliðar er hægt að kynna sér áherslumálin.
  • Í ágúst 2022 var tilkynnt um að formaður BHM myndi leiða kjaraviðræður aðildarfélaga bandalagsins og hefði til þess sérstakt viðræðuumboð. Samhliða þeirri vinnu munu aðildarfélög BHM áfram vinna að útfærslu einstakra kröfugerða sinna gagnvart einstökum viðsemjendum.
  • Í aðildarfélögum BHM eru rúmlega 16 þúsund manns. Samningarnir sem losna 31. mars 2023 á almennum markaði (sveitarfélög, ríki og borg) ná til um 12 þúsund félaga í BHM.

Aðildarfélög BHM halda utan um kjarasamninga fyrir sína félaga. Félögin gera flest kjarasamninga á þrenns konar vettvangi; við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði.

Kjarasamningur er samningur um kaup og kjör fólks. Kjarasamningar eru ótalmargir og forsendurnar fjölbreyttar. Kjarasamningar eru lágmarkssamningar sem þýðir að ekki er hægt að greiða laun eða bjóða kjör undir því sem samið er um.