Chat with us, powered by LiveChat

Um sjóðinn

Rekstur og útleiga orlofshúsa og skyld starfsemi

Orlofssjóður BHM hefur það markmið að auðvelda sjóðfélögum að njóta orlofs og í því skyni á sjóðurinn og rekur orlofshúsnæði. Samkvæmt samþykktum sjóðsins hefur sjóðurinn einnig það hlutverk að semja um aðra orlofsmöguleika fyrir sjóðfélaga.

Starfsmenn þjónustuvers BHM veita upplýsingar og aðstoð vegna umsókna um orlofskosti OBHM. Þjónustuverið er staðsett á 3. hæð í Borgartúni 6,  Reykjavík. Þjónustan er veitt í gegnum netspjall, tölvupóst, í síma eða á staðnum. Þjónustuverið er opið mánudaga til fimmtudaga milli kl. 9:00 og 16:00, en föstudaga milli kl. 09:00 og 13:00.

Sími: 595 5100
Netfang: sjodir@bhm.is

Sótt er um orlofskosti og tengd fríðindi á Orlofsvefnum.

Samþykktir, reglur og leiðbeiningar 

Stjórn 

 Nafn  Stéttarfélag  
Gerður Pálsdóttir
 Þroskaþjálfafélag Íslands
 formaður
Bragi Skúlason  Fræðagarður meðstjórnandi
 Helga Björg Kolbeinsdóttir  Fræðagarður  gjaldkeri
 Ása Sigríður Þórisdóttir  Félag íslenskra félagsvísindamanna  meðstjórnandi
 Björn Bjarnason  Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga meðstjórnandi
 Baldvin M. Zarioh  Félag háskólakennara  ritari
 Sigurlaug H. Traustadóttir  Félagsráðgjafafélag Íslands  meðstjórnandi