Skert þjónusta Orlofssjóðs frá 21. júlí - 4. ágúst
Skrifstofa BHM er lokuð frá 21.júlí - 4.ágúst 2025. Hjá Orlofssjóði verður einungis fært að sinna brýnustu erindum.
Ef sjóðfélagi þarf að afbóka leigu skal senda póst á sjodir@bhm.is
Afbókun verður sett í bið og endurgreiðslur afgreiddar samkvæmt verklagsreglum þann 5.ágúst.
Ekki verður hægt að óska eftir breytingum á bókunum.


Orlofsvefur BHM
Á orlofsvef BHM er hægt að bóka lausa sumarbústaði, kaupa gjafabréf í flug, útilegu- og veiðikort sem og nálgast afslætti hjá ýmsum fyrirtækjum. Einnig er hægt að kaupa Ferðaávísun sem hægt er að nota í gistingu hjá samstarfsaðilum um land allt og/eða gönguferðir hjá ferðafyrirtækjum.

Fylgstu með
Öllum mikilvægum upplýsingum um sjóðinn er miðlað á:
Á Facebook síðu sjóðsins er einnig oft auglýst það sem losnar með stuttum fyrirvara.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á sjodir@bhm.is.

Ferðaávísun nýtist í gistingu og gönguferðir
Hægt er að kaupa Ferðaávísun með góðri niðurgreiðslu á orlofsvef BHM (hægra megin). Ferðaávísunin er mjög nytsamleg, hægt er að nota hana til að kaupa gistingu hjá mörgum samstarfsaðilum um land allt, gönguferðir hjá ferðafélögum og hjá veiðifélagi.
Niðurgreiðslan er 35% af heildarupphæð, þó að hámarki 25.000 kr. árið 2025.

Orlofshús og íbúðir
Orlofssjóðurinn á sumarbústaði og íbúðir víða um land. Hægt er að leigja þau á orlofsvefnum og skoða þá nánar.

Afslættir af vörum og þjónustu
Félagar í Orlofssjóði BHM fá margs konar afslátt af vörum og þjónustu hjá um hundrað fyrirtækjum um allt land. Afslátturinn nær til dæmis til veitingastaða, afþreyingar, gjafavöru, fatnaðar og reksturs bifreiða.
Hérna getur þú séð upplýsingar hvernig þú nálgast félagsskírteini OBHM.

Gjafabréf í flug og fleira
Félagar geta keypt gjafabréf á góðum kjörum. Gjafabréfin er hægt að nota upp í flugferðir innanlands og utan með Icelandair.
Félagar geta þar að auki keypt útilegukortið og veiðikortið á góðum kjörum.