Hvað er styrkt?

Sjúkrasjóður er fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði.

Líkamsrækt

Veittur er styrkur vegna íþróttaiðkunar. Greitt er að hámarki kr. 12.000 á hverju 12 mánaða tímabili. Kaup á tækjum og/eða öðrum útbúnaði til heilsuræktar er ekki styrkhæfur hjá Sjúkrasjóði BHM.

Sækja um styrk

Meðferð á líkama og sál

Endurgreitt er 70% af útlögðum kostnaði, að hámarki kr. 50.000 á hverjum 12 mánaða tímabili fyrir einstaklingsmeðferð/hópmeðferð hjá faglega viðurkenndum aðila sem hefur löggildingu viðkomandi starfsstéttar frá landlækni og á fagsviði viðkomandi, þ.e. sjúkraþjálfa, iðjuþjálfa, sjúkranuddara, osteopatar, sálfræðingi, hjúkrunarfræðingi, félagsráðgjafa, næringarráðgjafa og kiropraktor. Fræðslunámskeið eru ekki styrkhæf. Meðferð þarf að fara fram hérlendis. Stjórn áskilur sér rétt til að óska eftir læknisvottorði eða upplýsingum um meðferðaraðila.

Sækja um styrk

Forvarnir (krabbameinsleit og áhættumat)

Veittur er styrkur vegna forvarna að hámarki 20.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili fyrir eftirfarandi: 

a. Reglubundna krabbameinsleit (kembileit) á brjósta-, og/eða leghálskrabbameini.

b. Krabbameinsskoðun í ristli og/eða blöðruhálsi.

c. Áhættumat vegna hjartasjúkdóma.

Sækja um styrk

Heyrnartæki

Greitt er 80% af útlögðum kostnaði til kaupa á heyrnartækjum á hverjum 36 mánuðum aðhámarki kr. 145.000. Staðgreiðsla er tekin af styrknum.

Sækja um styrk

Fæðingarstyrkur

Veittur er styrkur til foreldris vegna fæðingar hvers barns. Hámarksstyrkur er kr. 100.000 miðað við fulla sjóðsaðild.
Þar að auki er veittur sami styrkur vegna ættleiðingar barna yngri en 5 ára eða þegar barni yngra en 5 ára er komið fyrir í varanlegt fóstur.
Einnig er veittur styrkur vegna andvana fæðingar barns, eftir 22. viku meðgöngu.
Sækja þarf um innan árs frá fæðingu eða ættleiðingu barns. Fæðingarstyrkur er veittur til foreldris gegn framvísun fæðingarvottorðs eða vottorði um skráningu barns í þjóðskrá. 

Staðgreiðsla er tekin af styrknum.

Sækja um styrk

Tæknifrjóvgun

Styrkur vegna tæknifrjóvgunar (lyf ekki innifalin), vegna fyrsta skiptis hvers barns, nemur 40% af reikningum til hvers sjóðfélaga, að hámarki 125.000 kr. Staðgreiðsla er tekin af styrknum. 

Sækja um styrk

Sjúkradagpeningar

Greiddir eru sjúkradagpeningar vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu sem nema 80% af grunni inngreiðslna í sjóðinn sl. 4 mánaða fyrir óvinnufærni, þó að hámarki kr. 713.000, í allt að 4 mánuði. Allar skattskyldar greiðslur frá öðrum aðilum, svo sem Tryggingastofnun ríkissins eða lífeyrissjóði, umfram 20% af grunni inngreiðslna sl. 4 mánaða koma að fullu til frádráttar dagpeningum frá sjóðnum. 

Réttur til sjúkradagpeninga tekur mið af fjölda iðgjaldagreiðslna í sjóðinn sl. 4 mánaða. Þannig hefur umsækjandi sem greitt hefur verið fyrir í 3 mánuði áunnið sér rétt til sjúkradagpeningagreiðslu í 3 mánuði. Sjúkradagpeningar eru að hámarki greiddir í 3 mánuði afturvirkt miðað við umsóknardag.

Sjálfstætt starfandi félagsmenn fá greiðslur líkt og venjulegir launamenn. Biðtími til bótaréttar vegna sjálfstætt starfandi félagsmanna er 2 mánuðir. 

Sjóðfélagi öðlast rétt til sjúkradagpeninga að nýju eftir 6 mánaða iðgjaldagreiðslu eftir að fyrra bótatímabili lýkur. Hverjum sjóðfélaga er að hámarki greidd tvö sjúkradagpeningatímabil á hverju 10 ára tímabili.

Til viðbótar við eigin veikindi eða slys er einnig hægt að sækja um sjúkradagpeninga vegna ólaunaðrar fjarveru sökum: 

  • Veikinda barns í allt að 3 mánuði.
  • Veikinda maka í allt að 2 mánuði sem leiðir til fjarveru frá vinnu. Ekki er greitt fyrir fyrstu 10 dagana í veikindunum.
  • Vegna veikinda og/eða slysa sjóðfélaga í fæðingarorlofi:  Þegar því er ekki viðkomið að foreldri geti hugsað um barn sitt vegna veikinda og/eða slysa í fæðingarorlofi greiðir sjóðurinn allt að einn og hálfan mánuð á meðan fæðingarorlofi stendur. Þó er ekki greitt fyrir fyrstu 10 dagana í veikindum. Forsenda er að viðkomandi segi sig af greiðslum frá fæðingarorlofssjóði.  

Sjóðfélagar sækja um á þar til gerðu eyðublaði sem má nálgast hér að neðan.

Sækja um styrk

Sjóðfélagar þurfa einnig að skila inn staðfestingu atvinnurekanda um að þeir séu búnir að fullnýta veikindarétt sinn. 

Eyðublað fyrir staðfestingu atvinnuurekanda.

Dánarbætur

  • Greiddar eru dánarbætur að upphæð kr. 350.000 vegna fráfalls sjóðfélaga. Réttur til greiðslu dánarbóta fyrnist ef ekki er sótt um þær innan 24 mánaða frá dánardegi. Einnig eru greiddar dánarbætur vegna fyrrum sjóðfélaga sem fellur frá innan 2ja ára frá starfslokum/lífeyristöku
  • Greiddar eru dánarbætur að upphæð kr. 350.000 vegna andláts barns sjóðfélaga yngra en 18 ára. Réttur til greiðslu dánarbóta fyrnist ef ekki er sótt um þær innan 24 mánaða frá dánardegi. Bætur eru greiddar til lögerfingja. Ef báðir foreldrar eru sjóðfélagar greiðast bætur einungis til annars sjóðfélaga.
  • Greitt er tímabundið framfærslutap maka sem samsvarar einum mánaðarlaunum hins látna, að hámarki 713 þúsund krónur, miðað við inngreiðslur í sjóðinn sl. 4 mánuði og hálf laun vegna barns/barna hins látna undir 18 ára aldri. Hámarksgreiðsla vegna þessarar greinar (11.b) getur mest orðið 1.069.500 kr.

  • Með umsóknum um styrk þarf að fylgja yfirlit um framvindu skipta ásamt útfylltu og undirrituðu umsóknareyðublaði. Styrkurinn greiðist til lögerfingja. 

Sækja um styrk

Starfstengd áföll eða óvænt starfslok

Sjóðurinn styrkir meðferð upp að kr. 55.000 hjá faglega viðurkenndum aðila, sem hefur starfsleyfi frá Landlækni, til að vinna úr áfalli í starfi eða í kjölfar óvæntra starfsloka samkvæmt beiðni trúnaðarmanns/stéttarfélags. Staðgreiðsla er tekin af styrknum.

Sækja um styrk

Ættleiðing

Greiddur er staðlaður styrkur að upphæð kr. 170.000 vegna útgjalda við utanför til að sækja barn til ættleiðingar. Staðgreiðsla er tekin af styrknum. 

Sækja um styrk

Heimildarákvæði

Sjóðsstjórn metur hverju sinni hvort umsókn falli undir heimildarákvæðið.  Við sérstakar aðstæður, s.s. óvænt mikil útgjöld og/eða fjárhagslegra erfiðleika umfram 150.000 kr. sem rekja má til alvarlegra veikinda eða slysa hans sjálfs, barna hans eða maka getur sjóðstjórn veitt styrk allt að 150.000 kr. á almanaksári. Greitt er 30% af styrkhæfum kostnaði. Ekki er greitt vegna lyfjakostnaðar eða annars heilbrigðiskostnaðar sem gildir upp í afsláttarkort hjá Sjúkratryggingum Íslands.  Ekki er greiddur kostnaður vegna fegrunaraðgerða eða umsókna sem falla undir liði 4. - 15.

Sækja um styrk