Nýjar reglur Styrktarsjóðs
Styrktarsjóður BHM er fyrir félagsfólk á opinberum markaði, hjá ríki eða sveitarfélögum. Sérstakar úthlutunarreglur eiga við um Sjúkrasjóð BHM fyrir félagsfólk á almennum markaði.
Styrktarsjóður BHM er fyrir félagsfólk á opinberum markaði, hjá ríki eða sveitarfélögum. Sérstakar úthlutunarreglur eiga við um Sjúkrasjóð BHM fyrir félagsfólk á almennum markaði.
Ljóst var að einfalda þyrfti úthlutunarreglur og skerpa á áherslum. Markmið stjórnar sjóðsins að nýjar reglur endurspegli væntingar sjóðfélaga, svari eftirspurn og höfði til fjölbreyttra þarfa hópsins.
Við breytingar var sérstaklega horft til hvaða styrkir væru nýttir og hvernig.
Hlutverk sjóðsins var þó alltaf í forgrunni.
Kostnaður vegna nýrra styrkliða, t.d. gleraugnakaupa, þarf að stofnast eftir 1. september 2025 til að teljast styrkhæfur.
Aðeins er hægt að sækja um vegna kostnaðar (reikninga) sem féll til fyrir 1. september ef kostnaður var styrkhæfur samkvæmt þágildandi reglum.