Nýj­ar ­reglur Styrkt­ar­sjóðs

Frá 1. september 2025

Styrktarsjóður BHM er fyrir félagsfólk á opinberum markaði, hjá ríki eða sveitarfélögum. Sérstakar úthlutunarreglur eiga við um Sjúkrasjóð BHM fyrir félagsfólk á almennum markaði.

Leið­ar­ljós í stefnu­mót­un

Ljóst var að einfalda þyrfti úthlutunarreglur og skerpa á áherslum. Markmið stjórnar sjóðsins að nýjar reglur endurspegli væntingar sjóðfélaga, svari eftirspurn og höfði til fjölbreyttra þarfa hópsins.

Við breytingar var sérstaklega horft til hvaða styrkir væru nýttir og hvernig.

Hlutverk sjóðsins var þó alltaf í forgrunni.

Þau sem þegar fá greidda sjúkradagpeninga fá greitt vegna september 2025 og mánaða þar á eftir samkvæmt hámarksupphæð í nýjum reglum. Ekki verður um afturvirka hækkun að ræða. Útreikningur sjúkradagpeninga mánuðina fyrir september 2025 tekur mið af eldri reglum, óháð því hvenær umsókn barst.

Kostnaður stofnaðist fyrir 1. september

Kostnaður vegna nýrra styrkliða, t.d. gleraugnakaupa, þarf að stofnast eftir 1. september 2025 til að teljast styrkhæfur.

Aðeins er hægt að sækja um vegna kostnaðar (reikninga) sem féll til fyrir 1. september ef kostnaður var styrkhæfur samkvæmt þágildandi reglum.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími síma þjónustuvers:
mán. til fim. 10:00 - 14:00
fös. 10:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt