Hvað er kjarasamningur?
Samningur um kaup og kjör
Hugtakið kjarasamningur hefur verið skilgreint sem samningur sem gerður er milli stéttarfélags og atvinnurekenda eða samtaka þeirra og hefur að geyma þýðingarmikla þætti sem varða kaup og kjör. Kjarasamningar eru lágmarkssamningar og allir samningar um lakari kjör eru ógildir. Þannig má ávallt semja um kjör og réttindi umfram það sem er tryggt með kjarasamningum og/eða lögum, en aldrei verri.
Aðildarfélög BHM semja um kaup og kjör félagsmanna við:
- Ríki
- Samband íslenskra sveitarfélaga
- Reykjavíkurborg
- Samtök atvinnulífsins
- Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu
- Einstök fyrirtæki á almennum vinnumarkaði
- Sjálfseignarstofnanir
Hægt er að nálgast kjarasamninga einstakra stéttarfélaga og viðsemjenda á vefsvæðum aðildarfélaga BHM.
Ítarefni
Löggjöf o.fl.
- Á almennum vinnumarkaði er samið á grundvelli laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur .
- Á opinberum vinnumarkaði er samið á grundvelli laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna .
- Lög um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda (starfskjaralög) nr. 55/1980 kveða á um það að kjarasamningar séu lágmarkskjör, sbr. 1. gr laganna.
- Lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
- Samkomulag um réttindi og skyldur starfsmanna Reykjavíkurborgar.