Viðburður / Námskeið

Markþjálfun sem hjálpartæki fyrir stjórnendur

30.mars 2016

  • Staðsetning: BHM - Borgartún 6
  • Tími: kl. 09:00 - 12:00
  • Skráningartímabil: 11.febrúar - 29.mars 2016
Aðferðafræði markþjálfunar hefur þegar sannað sig og nú eru æ fleiri stjórnendur að kveikja á hvernig þeir geta nýtt hana til að náauknum árangri með einingu sína, þróað starfsfólk sitt betur áfram og gert starf sitt á sama tíma meira gefandi, auðveldara og skemmtilegra. 

Hugmyndafræðin á bak við markþjálfunina skoðuð. Farið yfir helstu grundvallaratriði eða lögmálin á bak við markþjálfun. Munurinn á markþjálfun og ráðgjöf eða meðferð. Hvernig markþjálfun getur ýtt undir þróun og frammistöðu starfsfólks. Hvernig markþjálfun getur gert starf stjórnenda betra. 
Skoðuð mismunandi markþjálfunarmódel og hvað skiptir máli í hverju skrefi 
- Spurningar og orðanotkun
- Hlustun og líkamstjáning 
- Það sem er sagt og ekki sagt 

Fyrirlesari: Herdís Pála (herdispala.is)