Viðburður / Námskeið

Að starfa í menningarlegum margbreytileika

8.nóvember 2016

  • Staðsetning: BHM - Borgartún 6
  • Tími: kl. 13:00 - 16:00
  • Skráningartímabil: 17.ágúst - 7.nóvember 2016
Íbúum af erlendum uppruna hefur fjölgað hratt á Íslandi á mjög stuttum tíma og er hlutfall þeirra af íbúafjölda og á vinnumarkaði nú um 10%, líkt og í nágrannalöndunum. Þessar breytingar hafa að mestu orðið á 21. öldinni. Fram að því einkenndist íslenskt samfélag af menningarlegri einsleitni sem átti sér fáar hliðstæður í heiminum. Á námskeiðinu er rýnt í þær áskoranir sem fylgja menningarlegri margsleitni á vinnustöðum og hugtökin „menning“, „þjóðhverfa“, „menningarleg næmni“ og „umburðarlyndi“ m.a. mátuð við málaflokkinn. Rætt verður um hvað felst í banni við mismunun skv. væntanlegri löggjöf um jafna meðferð á vinnumarkaði. Áhersla verður lögð á virkni þátttakenda, málefnaleg skoðanaskipti og umræður. 

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Hallfríður Þórarinsdóttir, doktor í mannfræði hjá Unicom ehf.