Viðburður / Námskeið

Margbreytileiki á vinnustöðum – auðlind eða ok?

15.nóvember 2016

  • Staðsetning: BHM - Borgartún 6
  • Tími: kl. 13:00 - 16:00
  • Skráningartímabil: 17.ágúst - 14.nóvember 2016
Íslenskur vinnumarkaður er m.a. sagður vera „vel skipulagður“ og „sveigjanlegur“. Atvinnuþátttaka kvenna er nú um 80%, með því hæsta sem gerist í heiminum. Á undanförnum árum hefur innflytjendum fjölgað verulega hér á landi og eru nú nálægt 10% allra starfandi. Vakning um stöðu minnihlutahópa og möguleika þeirra á íslenskum vinnumarkaði fer stöðugt vaxandi. Kona, innflytjandi, fatlaður – hvernig tengjast þessir „merkimiðar“ framgangsmöguleikum, mismunun og launajafnrétti? Hvað felst í banni við mismunun skv. væntanlegri löggjöf um jafna meðferð á vinnumarkaði? Á námskeiðinu er rýnt í þær áskoranir sem fylgja margbreytileika á vinnustöðum og hvernig best megi virkja þann auð sem í honum býr.  

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Hallfríður Þórarinsdóttir, doktor í mannfræði hjá Unicom ehf.