Viðburður / Námskeið

AKUREYRI - Ímyndir, fordómar og borgaravitund

3.mars 2017

  • Staðsetning: AKUREYRI - Lionssalnum að Skipagötu 14, sama húsi og veitingarstaðurinn Strikið
  • Tími: kl. 09:00 - 12:00
  • Skráningartímabil: 10.febrúar - 1.mars 2017

Umfjöllunarefni námskeiðsins er best lýst með hugtakinu „gagnrýninn borgari“ sem felst í því að kunna skil á mannréttindum, vera læs á samtímann og þora að mótmæla. Á námskeiðinu er greint frá samhenginu á milli flokkana, staðalímynda og fordóma. Þá er fjallað um jafnréttismál, friðarmenningu og borgaravitund. Fjölmörg nýleg dæmi verða nefnd til sögunnar og rými gefið fyrir umræðuspurningar. Markmiðið er að efla kunnáttu og færni fólks í að skyggnast inn í eigið hugskot og beita gagnrýninni hugsun.  

Leiðbeinendur á námskeiðnu eru Gunnar Hersveinn heimspekingur og Friðbjörg Ingimarsdóttir, framkvæmdastýra Hagþenkis, höfundar bókarinnar „Hugskot – skamm-, fram- og víðsýni“ sem er handbók fyrir þá sem vilja betra samfélag.