Chat with us, powered by LiveChat

Fyrirlestur/Námskeið

Að koma út á vinnumarkaðinn - STREYMI

14.september 2017

  • Staðsetning: BHM - Borgartún 6
  • Tími: kl. 12:00 - 13:00
  • Skráningartímabil: 1.september - 13.september 2017

Hvað átt þú rétt á mörgum dögum í launuðu sumarfríi? Færðu desemberuppbót? Hver eru lágmarkslaun? Er heimilt að borga ekki fyrir yfirvinnu? Máttu velja þér stéttarfélag?

Á þessu námskeiði, fyrir þá sem eru komnir eða að koma út á vinnumarkaðinn í kjölfar náms, verður leitast við að svara þessum spurningum og fleirum til. Fjallað verður um lágmarksréttindi sem hverjum og einum eru tryggð með kjarasamningum og lögum og ef tími gefst til verður fjallað stuttlega um helstu atriði sem hafa þarf í huga við upphaf starfs.

Leiðbeinandi er Andri Valur Ívarsson, lögmaður BHM.

Námskeiðinu verður streymt á vef BHM: https://livestream.com/bhm