Viðburður / Námskeið

AKUREYRI - Núvitund

29.nóvember 2017

  • Staðsetning: AKUREYRI - Lionssalnum að Skipagötu 14, sama húsi og veitingarstaðurinn Strikið
  • Tími: kl. 14:00 - 16:00
  • Skráningartímabil: 6.október - 28.nóvember 2017

Umsjón/Leiðbeinandi:

Margrét Gunnarsdóttir, MSc, sálmeðferðarfræðingur og sjúkraþjálfari

Lýsing:

Á þessu 2ja tíma námskeiði verður farið í hvernig hægt er að útfæra núvitund til að bæta samskipti. Byrjað er á að rifja upp grunnatriði núvitundar. Í framhaldi er skoðað hvernig hægt er að þjálfa með sér núvitund í samskiptum. Að tileinka sér núvitund og getu til að njóta líðandi stundar gegnum einstaklingsþjálfun og iðkun er eitt. Það að viðhalda núvitundarástandi í samskiptum við aðra, sér í lagi ef um krefjandi samskipti í einkalífi eða starfi er að ræða, er næsta þrep. Kenndar verða æfingar þar sem tengsl við eigin skynjun og upplifun, s.s. öndun, líkamsvitund, hugsanir og tilfinningar, eru lykilþættir. Á námskeiðinu gefst þannig tækifæri til að fá grunnþjálfun í hvernig hægt er að tileinka sér núvitund í samskiptum við aðra.