Viðburður / Námskeið

Hádegisfundur um frávísun MDE á máli BHM gegn íslenska ríkinu

13.júní 2018

  • Staðsetning: BHM - Borgartún 6
  • Tími: kl. 12:00 - 13:00
  • Skráningartímabil: 8.júní - 12.júní 2018

Miðvikudaginn 13. júní nk. efnir BHM til upplýsingafundar fyrir aðildarfélög bandalagsins um frávísun Mannréttindadómstóls Evrópu á máli bandalagsins gegn íslenska ríkinu vegna setningar laga nr. 31/2015 frá 13. júní 2015. Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri BHM, mun þar fara yfir ákvörðun dómstólsins og þann rökstuðning sem að baki henni býr auk þess að ræða hvað þýðingu frávísunin mögulega hefur fyrir kjara- og réttindabaráttu félaganna í framtíðinni.

Fundurinn fer fram í Ásbrú, Borgartúni 6, 3. hæð, kl. 12:00–13:00. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.