Viðburður / Námskeið

BHM 60 ára - afmælisfagnaður í Borgarleikhúsinu

23.október 2018

  • Staðsetning: Borgarleikhúsið
  • Tími: kl. 17:00 - 19:00
  • Skráningartímabil: 14.september - 25.september 2018

Vinsamlegast athugið að lokað hefur verið fyrir skráningu á þennan viðburð. Skráning stóð frá 14.-25. september 2018.

Þriðjudaginn 23. október næstkomandi verða 60 ár liðin frá stofnun Bandalags háskólamanna. Þennan dag stendur bandalagið fyrir afmælisfagnaði í Borgarleikhúsinu þar sem brugðið verður ljósi á ýmsa þætti sem tengjast baráttu BHM í sex áratugi. Umsjón með afmælisdagskrá hefur Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri, og hefur hann fengið til liðs við sig hóp leikara, söngvara, hljóðfæraleikara og skemmtikrafta sem munu taka þátt.

Dagskráin hefst kl. 17:00 þann 23. október og er áætlað að hún standi í um klukkustund en á eftir verður móttaka fyrir gesti í anddyri Borgarleikhússins.

Þess skal getið að viðburðurinn verður tekinn upp og verður upptakan gerð aðgengileg á vef BHM.

Smelltu hér til að nálgast yfirlit um 60 ára sögu BHM.

Sért þú skráður á viðburðinn en sjáir þér ekki fært að mæta, vinsamlegast láttu þá vita með því að senda póst á jona@bhm.is