Viðburður / Námskeið
8848 ástæður til þess að gefast upp
Fyrirlestur Vilborgar Örnu í streymi
- Staðsetning: Streymi
- Tími: kl. 09:30 - 10:30
- Skráningartímabil: 13.mars - 17.mars 2020
BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga sinna upp á hvetjandi fyrirlestur með Vilborgu Örnu Gissurardóttur í streymi. Nú er um að gera að halda í jákvæðnina og horfa fram á við þrátt fyrir Covid-19, samkomubann og sóttkví.
Vilborg Arna ætlar að flytja fyrirlesturinn „8848 ástæður til þess að gefast upp“ í streymi á netinu frá sal BHM í Borgartúninu kl. 09:30 þriðjudaginn 17. mars 2020.
Fyrirlesturinn fjallar um ferðalag í átt að markmiði sem reyndist síður en svo auðvelt að ná. Sagan er persónuleg og fjallar um hvernig er hægt að yfirstíga hindranir, halda út í erfiðum aðstæðum, sorgir sem og sigra. Sagan á erindi við alla sem þurfa að takast á við áskoranir, mótlæti eða vilja bæta árangur sinn.
Athugið að vegna Covid-19 faraldursins verður ekki hægt að koma og hlýða á fyrirlesturinn. Hann verður aðeins í streymi.
Skráning á fyrirlesturinn er hér að neðan, smellið hér til að fara á streymissíðu BHM. Fyrirlesturinn verður tekinn upp og aðgengilegur í tvo daga.