Viðburður / Námskeið

Fjölskyldujóga í streymi með Álfrúnu Örnólfs

2.apríl - 6.apríl 2020

  • Staðsetning: Streymi
  • Tími: kl. 10:00 - 11:00
  • Skráningartímabil: ekki skráð...

Nú er tækifærið til að líta upp úr námsbókum og tölvu heima fyrir, klæða sig í þægileg föt og eiga létta stund saman í fjölskyldujóga. Áherslan er á leik og gleði með skemmtilegum æfingum.

Börn og fullorðnir fara í jógastöður sem styrkja jafnvægi, einbeitingu og samhæfingu. Í lokin er svo stutt slökun.

Gott er að hafa jógadýnu eða teppi við höndina, en ekki nauðsynlegt.

Fjölskyldujógað verður í streymi hér á streymisveitu BHM, það verður aðgengilegt í þrjá daga í kjölfarið.