Fyrirlestur/Námskeið

Trello framhaldsnámskeið II

7.desember 2020

  • Staðsetning: Streymi
  • Tími: kl. 09:00 - 11:00
  • Skráningartímabil: 23.nóvember - 6.desember 2020

Trello framhaldsnámskeið BHM

Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir hvernig verkefni eru skipulögð með Trello, hvernig hópar geta unnið með Trello, farið yfir ýmsa notkunarmöguleika og viðbætur.

Kennari er Logi Helgu, tölvunarfræðingur og ScrumMaster hjá Marel.

Framhaldsnámskeiðið verður haldin með fjarfundabúnaði á TEAMS. Þátttakendur fá sendan hlekk á fundinn daginn áður. Gott er að vera búin að hlaða niður Teams forritinu á tölvuna, en það er einnig hægt að vera í vafra. 

Á námskeiðið komast 30 manns, félagsmenn eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér að neðan. Hægt verður að skrá sig frá og með 19. nóvember. 

Athugið að þetta námskeið er haldið er tvisvar, 4. des. og 7. des, en er ekki eitt framhaldsnámskeið í tveimur hlutum.

Gert er ráð fyrir að þeir sem skrá sig á framhaldsnámskeiðið séu búnir að horfa á myndbandið á fræðslusíðu BHM og koma sér af stað í Trello.