Chat with us, powered by LiveChat

Fyrirlestur/Námskeið

Framkoma og ræðumennska - grunnnámskeið

Leiðbeinandi er María Ellingsen

7.mars 2022

  • Staðsetning: BHM - Borgartún 6
  • Tími: kl. 13:00 - 17:00
  • Skráningartímabil: 29.október - 7.mars 2022

Stígðu inn í styrkinn þinn og lærðu að hafa áhrif á þessu skemmtilegt og praktíska námskeiði. Þar færð þú æfingu í grunnatriðum sem efla þig í ræðumennsku; að styrkja líkamstjáningu, auka útgeislun, beita rödd og skerpa á framsögn.

Þú lærir einfalda og markvissa uppbyggingu á ræðum og kynningum sem auðveldar þér að komast að kjarna málsins. Þannig verður tilgangur ræðunnar skýr og hún skilar þeim árangri sem þú vilt ná.

Leiðbeinandi er María Ellingsen leikari og stjórnendaþjálfari. Hún hefur mikla reynslu af m.a. skipulagningu viðburða og þjálfun fólks og hafa námskeið hennar notið vinsælda um árabil. 

Athygli er vakin á því að takmarkað pláss er á námskeiðið, það verður haldið í Borgartúni 6 á 4. hæð, en ekki rafrænt.

Þar sem um er að ræða staðnámskeið með virkri þátttöku fólks verður það ekki tekið upp og því ekki hægt að horfa á upptöku af því síðar.