Chat with us, powered by LiveChat

Fyrirlestur/Námskeið

Ráðstefnustjórn og tækifærisræður

Leiðbeinandi er María Ellingsen

23.febrúar 2022

  • Staðsetning: BHM - Borgartún 6
  • Tími: kl. 13:00 - 17:00
  • Skráningartímabil: 25.janúar - 23.febrúar 2022

Námskeiðið átti að fara fram 7. desember, en verður haldið miðvikudaginn 23. febrúar.  

Öflugt námskeið til að auka sjálfstraust þitt í að standa fyrir framan stóran hóp af fólki og halda utan um fundi og ráðstefnur. 

Þú færð æfingu í grunnatriðum sem efla þig í framkomu; að styrkja líkamstjáningu, auka útgeislun, beita rödd og skerpa á framsögn. Einnig tæknilega æfingu í hvernig þú ferð á svið - tengir við fundargesti og heldur athygli og hefur áhrif. 

Þú lærir að gera gott handrit því það skiptir miklu máli á ráðstefnum og fundum að setja rétta tóninn og halda góðu flæði. Og ekki síst halda vel utan alla þá sem koma eiga fram. 

Einnig færðu frábæra uppskrift af tækifærisræðum. 

Leiðbeinandi er María Ellingsen leikari og stjórnendaþjálfari. Hún hefur mikla reynslu af m.a. skipulagningu viðburða og þjálfun fólks og hafa námskeið hennar notið vinsælda um árabil. 

Athugli er vakin á því að takmarkað pláss er á námskeiðið, skráning á það hefst 25. janúar kl. 12:00 - þá birtist skráningarform hér fyrir neðan. 
Námskeiðið er staðnámskeið og verður haldið í Borgartúni 6 en ekki rafrænt. 

Þar sem um er að ræða staðnámskeið með virkri þátttöku fólks verður það ekki tekið upp og því ekki hægt að horfa á upptöku af því síðar.