Fyrirlestur/Námskeið

Samskipti á vinnustöðum

Fyrirlesari Rakel Heiðmarsdóttir

30.nóvember 2021

  • Staðsetning: Streymi
  • Tími: kl. 13:00 - 16:00
  • Skráningartímabil: 24.nóvember - 30.nóvember 2021

Við eigum stöðugt í samskiptum við annað fólk – heima, í vinnunni og í frítímanum. 

En hver er okkar dæmigerði samskiptastíll? Er hann „árásargjarn“, „passífur“, „passífur og árásargjarn“ eða „einlægur og lausnamiðaður“? Eða kannski blanda af öllum þessum? Hver og einn samskiptastíll er kynntur myndrænt og fjallað er um helstu einkenni hvers og eins, kosti og galla. Sérstök áhersla er á fyrirmyndar samskiptastílinn, þau tækifæri sem hann felur í sér og hvernig hann nýtist til að fyrirbyggja og leysa úr

Um leiðbeinandann:

Rakel Heiðmarsdóttir útskrifaðist með doktorsgráðu í ráðgjafarsálfræði (counseling psychology) frá University of Texas at Austin árið 2002. Hún hefur síðan starfað við mannauðs- og stjórnunarráðgjöf, markþjálfun og mannauðsstjórnun. Hún hefur haldið fjölda námskeiða um samskipti og stjórnun og verið við stundakennslu og í hlutverki leiðbeinanda við meistararitgerðir í mannauðsstjórnun við Háskólann í Reykjavík. Rakel var meðal annars mannauðsstjóri hjá Norðuráli til ríflega sex ára (2005-2012) og hjá Bláa Lóninu í fjögur ár (2013-2017). Rakel starfar nú hjá Birki ráðgjöf ehf en þar er hún einn eigenda.

Vinsamlegast athugið að takmarkað pláss er á námskeiðið og hefst skráning 24. nóvember kl. 12:00 - þá mun skráningarform birtast hér fyrir neðan. 

Upptaka af námskeiðinu verður aðgengileg á Námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið.