Skip to content

Framkoma og ræðumennska, framhaldsnámskeið

Kennari: María Ellingsen

6. desember 2022
Kl. 13:00 - 17:00
Borgartúni 6, 4. hæð

Á þessu námskeiði öðlast þú færni í að miðla þekkingu þinni hugmyndum og sjónarmiðum á áhrifamikinn, skemmtilegan og trúverðugan hátt.

Þetta er seinni hluti námskeiðsins og nú lærir þú tækni til að flytja texta hvort sem þú velur að nota glærur, punkta eða ræðu skrifaða frá orði til orðs. Þú færð þjálfun í að miðla skilaboðum þínum á persónulegan og trúverðugan, lifandi, kraftmikinn og skemmtilegan hátt sem hreyfir við áhorfendum og veitir þeim innblástur.

Leiðbeinandi er María Ellingsen leikari og stjórnendaþjálfari. Hún hefur mikla reynslu af m.a. skipulagningu viðburða og þjálfun fólks og hafa námskeið hennar notið vinsælda um árabil.

Athygli er vakin á því að takmarkað pláss er á námskeiðið sem verður einungis haldið í Borgartúni 6 en ekki rafrænt.

Þar sem um er að ræða staðnámskeið með virkri þátttöku fólks verður það ekki tekið upp og því ekki hægt að horfa á upptöku af því síðar.