Fyrirtækjaskóli Akademias
BHM hefur samið við fræðslufyrirtækið Akademias um aðgang að rafrænum fyrirtækjaskóla þess fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM. Akademias er rafrænn vettvangur fyrir menntun og þjálfun sem býður upp á fjölda námskeiða.
BHM hefur samið við fræðslufyrirtækið Akademias um aðgang að rafrænum fyrirtækjaskóla þess fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM. Akademias er rafrænn vettvangur fyrir menntun og þjálfun sem býður upp á fjölda námskeiða.
Innifalið í samningnum er aðgangur að 39 rafrænum námskeiðum sem nú eru á vef Akademias auk annarra námskeiða sem bætast við hjá þeim á árinu og er félagsmönnum að kostnaðarlausu.
Þegar þú skráir þig færðu aðgang að öllum námskeiðum fyrirtækjaskóla Akademias út árið 2022. Samið var um pláss í samræmi við þann fjölda sem hefur nýtt sér námskeið á fræðsludagskrá BHM undanfarið ár.
Aðgangskóðarnir eru sendir á nýskráða ásamt leiðbeiningum við fyrsta tækifæri. Athugaðu að það geta liðið nokkrir dagar þar til þú færð kóðan sendan. Hver og einn fær sinn kóða, því eru kóðarnir sendir út handvirkt en mikill fjöldi hefur skráð sig svo þetta tekur svolítinn tíma. Ef þú hefur ekki fengið sendan kóða innan viku frá skráningu, hafðu þá samband.
Því er mikilvægt að hafa í huga að við skráningu þá skuldbindur þú þig til að sækja a.m.k. eitt námskeið hjá fyrirtækjaskóla Akademias.
Skráðu þig í fyrirtækjaskóla Akademias með aðgangi í gegnum BHM hér að neðan. Þú færð svo tölvupóst með nánari upplýsingum og kóða til að skrá þig inn.