Skip to content

Lærðu á styrkleika þína, margfaldaðu árangurinn þinn

mánudagur, 24. apríl 2023
Kl. 13:00 - 15:00
Rúgbrauðsgerðin, Borgartúni 6, 4. hæð - eingöngu staðnámskeið
Skráning hefst: 27. mars 2023

Rannsóknir sýna að þeir einstaklingar sem þekkja sína styrkleika og nýta þá dags daglega eru sex sinnum líklegri til þess að vera virkir í starfi og daglegu lífi, eru framtakssamari, hamingjusamari og heilbrigðari. Við bjóðum því uppá þjálfun hjá KVAN þar sem að þú færð tækifæri til þess að kortleggja þína styrkleika og fá dýpri skilning á því hvernig þú getur nýtt þá í starfi og þínu daglega lífi. Við notum viðurkennd styrkleikapróf sem skilgreina þína styrkleika. Þetta er ótrúlega skemmtileg þjálfun sem allir geta lært af.

Fyrir hverja?
Styrkleikamiðuð nálgun hjá KVAN er fyrir alla sem vilja virkja hæfni sína á jákvæðan hátt og um leið verða enn virkari í starfi og einkalífi. Þetta er frábært námskeið fyrir starfshópa að sækja saman þar sem að við kennum liðsmönnum að þekkja styrkleika hvers og eins liðsmanns sem hjálpar mikið við að auka virkni og vellíðan á vinnustað

Hvað get ég lært?
Eftir námskeiðið munt þú að hafa komið auga á hvar styrkleikar þínir liggja og hvernig þú getur nýtt þá í þínu lífi og til þess að hjálpa þér að ná þeim árangri sem þú sækist eftir. Þú lærir einnig hver skuggahlið þinna styrkleika er og hvernig þú átt að varast að detta of mikið inná skuggasvæðið. Þú lærir einnig hvernig þú getur farið að læra og meta styrkleika þeirra sem starfa/eru í kringum þig dags daglega og hvernig þú getur á jákvæðan hátt haft jákvæð áhrif á fólk í kringum þig.

Vinsamlegast athugið að takmarkað pláss er á viðburðinn og verður hann ekki tekinn upp.