Okið undan sjálfum mér
Fyrirlesari er Björgvin Franz Gíslason
Fyrirlesari er Björgvin Franz Gíslason
Okið undan sjálfum mér er hreinskilinn fyrirlestur þar sem leikarinn Björgvin Franz lýsir því hvernig hann náði að breyta eigin vinnubrjálæði yfir í innri ró og raunverulega starfsánægju. Hann veltir því upp hvernig maður nær þeim árangri að verða betri starfskraftur með því að eyða færri klukkustundum í vinnunni en meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Aðferðirnar sem Björgvin styðst við hafa verið notaðar til að þjálfa afreksíþróttafólk og forstjóra stærstu fyrirtækja heims til að öðlast betri árangri í sínu fagi sem og í lífinu.
Björgvin Franz útskrifaðist með MLS gráðu (Master of Liberal Studies) frá University of Minnesota 2015. Hann kennir meðal annars í Stjórnendanámi Stjórnendafræðslunnar við Háskólann á Akureyri og hefur gert síðan 2019 ásamt Eddu Björgvinsdóttur.
Félagsfólk er velkomið í sal BHM í Borgartúni 6, 4. hæð. Fyrirlestrinum verður einnig streymt á Teams og verður hann tekinn upp og gerður aðgengilegur á Mínum síðum BHM í viku í kjölfarið.