Skip to content

Okið undan sjálfum mér

Fyrirlesari er Björgvin Franz Gíslason

miðvikudagur, 10. maí 2023
Kl. 12:00 - 12:45
Borgartúni 6, 4. hæð og í streymi á Teams

Okið undan sjálfum mér er hreinskilinn fyrirlestur þar sem leikarinn Björgvin Franz lýsir því hvernig hann náði að breyta eigin vinnubrjálæði yfir í innri ró og raunverulega starfsánægju. Hann veltir því upp hvernig maður nær þeim árangri að verða betri starfskraftur með því að eyða færri klukkustundum í vinnunni en meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Aðferðirnar sem Björgvin styðst við hafa verið notaðar til að þjálfa afreksíþróttafólk og forstjóra stærstu fyrirtækja heims til að öðlast betri árangri í sínu fagi sem og í lífinu.

Björgvin Franz útskrifaðist með MLS gráðu (Master of Liberal Studies) frá University of Minnesota 2015. Hann kennir meðal annars í Stjórnendanámi Stjórnendafræðslunnar við Háskólann á Akureyri og hefur gert síðan 2019 ásamt Eddu Björgvinsdóttur.

Félagsfólk er velkomið í sal BHM í Borgartúni 6, 4. hæð. Fyrirlestrinum verður einnig streymt á Teams og verður hann tekinn upp og gerður aðgengilegur á Mínum síðum BHM í viku í kjölfarið.