Skip to content

Fyrirtækjaskóli Akademias 2023

2. mars 2023 - 31. janúar 2024
Rafrænt

Það getur tekið nokkra daga að fá kóðann sendann.

BHM hefur endurnýjað samning sinn við Akademias um aðgang að fræðsluefni fyrirtækjaskóla Akademias fyrir félagsfólk sitt. Vinsamlegast athugið að eldri kóðar sem sendir voru út fram í byrjun febrúar 2023 hætta að virka í lok febrúar. Við endurnýjun samningsins þurfa þau sem vilja halda áfram með sína áskrift að skrá sig upp á nýtt. BHM samdi um kaup á tilteknum fjölda plássa fyrir árið 2023-2024, því falla fyrri kóðar úr gildi, til að allt félagsfólk hafi tækifæri til að skrá sig í skólann og til að tryggja nýtingu á plássum.
Hér að neðan getur að líta úrvalið af námskeiðum fyrir árið 2023-2024.

Félagsfólk sem skráir sig fær sendan kóða og þarf í kjölfarið að virkja sinn aðgang. BHM sendir kóðana út handvirkt ásamt leiðbeiningum um hvernig á að virkja kóðann og klára skráningu. Að því loknu birtast öll námskeiðin við innskráningu hjá Akademias - (ekki á Mínum síðum BHM).

Vinsamlegast athugið að kóðinn virkar ekki fyrir annað nám sem Akademias býður upp á.

Þegar fólk hefur skráð sig með því að ýta á takkann hér að ofan þá geta liðið nokkrir dagar þar til kóði í fyrirtækjaskóla Akademias berst með tölvupósti. Kóðarnir eru sendir út handvirkt frá skrifstofu BHM og getur því tekið tíma að senda alla út þar sem skráning er jafnan mikil í kjölfar útsendra tilkynninga um fyrirtækjaskólann eða ný námskeið í fyrirtækjaskóla Akademias.

Listi yfir námskeið Akademias

Leiðtogar, samskipti og teymi

  • Að nýta aðferðafræði Coaching
  • Að takast á við ágreining
  • Agile á hversdagsmáli
  • Ársreikningar
  • Framkoma (english subtitles available)
  • Innleiðing jafnlaunakerfa og jafnlaunavottun
  • Leiðtoginn og stjórnunarstílar
  • Leiðtoginn og teymið
  • Mannauðsstjórnun og breytingar
  • Markmiðasetning (english subtitles available)
  • Samskipti og samræður (english subtitles and more languages available)
  • Samskipti og tengslanet í atvinnulífi (english subtitles available)
  • Stafræn umbreyting og leiðtogar
  • Stefnumótun og skipulag
  • Stjórnarhættir minni og meðalstórra fyrirtækja
  • Stjórnarhættir og sjálfbærni fyrirtækja
  • Stjórnun lykilverkefna og markmiðasetning með OKR
  • Straumlínustjórnun (lean) á hversdagsmáli
  • Tilfinningagreind og hluttekning (english subtitles available)
  • Tímastjórnun og skipulag funda (english subtitles available)
  • Verkefnastjórnun og skipulag

Þjónusta, sala og markaðssetning

  • Almannatengsl, samskipti við fjölmiðla og krísustjórnun
  • Auglýsingakerfi Facebook og Instagram
  • Google Ads
  • Growth hacking
  • Ofurþjónusta (texti á ensku og fleiri tungumálum í boði/ subtitles in english and more languages available)
  • Pipedrive
  • Póstlistar með Mailchimp
  • Sala og sölutækni
  • Samningatækni FBI
  • Stjórnun markaðsstarfs
  • Söluþjálfun B2B (english subtitles available)
  • Tekjustýring og verðlagning
  • Textaskrif fyrir vefsíður til að ná árangri á Google (english subtitles available)

Heilsuefling

  • Andleg heilsa með Tolla Morthens (subtitles available in english and other languages)
  • Betri svefn með dr. Erlu Björnsdóttur
  • Innhverf íhugun
  • Jóga fyrir jafnvægi í hraða nútíma samfélags (subtitles available in english and other languages)
  • Líkamleg heilsa með Indíönu Nönnu (subtitles available in english and other languages)
  • Mátturinn í næringunni (subtitles available in english and other languages)
  • Meðvirkni á vinnustað (english subtitles available)
  • Núvitund
  • Quigong - skapandi mannauður í lífsorku og gleði (subtitles available in english)
  • Rétt líkamsbeiting - fyrir alla utan skrifstofunnar (subtitles available in english and other languages)
  • Rétt líkamsbeiting og vellíðan í vinnu (english subtitles available)
  • Sigraðu streituna (english subtitles available)
  • Streita (english subtitles available)

Hugbúnaður og upplýsingatækni

  • Facebook Workplace
  • Fjarvinna með Microsoft 365
  • Fjarvinna með Teams
  • Flow í Microsoft
  • Gervigreind og snjallar lausnir - gagnadrifin framtíð
  • Google Workspace djúpköfun
  • Jira fyrir stjórnendur
  • Jira þjónustustjórnun
  • Vefsíðugerð með Squarespace
  • MacOs Monterey
  • 30 Microsoft námskeið, m.a. Planner, Word, Excel, Yammer, To Do, SharePoint, PowerPlatform og fleiri.
  • Power BI skýrslur
  • Skýjageymsla fyrir byrjendur
  • Netöryggisnámskeið
  • Windows 10 og 11 námskeið
  • Öryggisvitund

Vinnuvernd: Jafnrétti, sjálfbærni og réttindi

  • Einelti á vinnustað (english subtitles available)
  • Hinn fullkomni karlmaður (english subtitles available)
  • Jafnlaunavottun, námskeið fyrir starfsfólk (subtitles available in english and other languages)
  • Lærðu að lesa launaseðilinn (subtitles available in english and other languages
  • Persónuvernd GDPR fyrir starfsfólk (subtitles available in english)
  • Persónuverd GDPR fyrir stjórnendur (subtitles available in english)
  • Sjálfbærni (subtitles available in english and other languages)
  • Skyndihjálp (subtitles available in english and other languages)

Ýmis önnur námskeið

  • Hraðlestur á vinnustað
  • Inngangur að fjármálalæsi (subtitles available in english)
  • Í leit að starfi
  • Stofnun fyrirtækis og upphaf reksturs

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Símatími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt