Skip to content

Þjónustuframkoma

Getur þjónusta verið skemmtileg? Hverjar eru helstu áskoranirnar þegar við erum í þjónustuhlutverki? Hvaða áhrif hefur viðhorf okkar á líðan og afköst í starfi?

8. desember 2022
Kl. 13:00 - 17:00
Borgartún 6, 4. hæð í Brú

Námskeiðið er hugsað til þess að efla fólk í framkomu og samskiptum. Þátttakendur gera æfingar þar sem þeir setja sig í spor viðskiptavinarins. Þetta námskeið eflir vitund um hvað þjónusta er, eykur færni og starfsánægju.

Leiðbeinandi er María Ellingsen leikari og stjórnendaþjálfari. Hún hefur mikla reynslu af m.a. skipulagningu viðburða og þjálfun fólks og hafa námskeið hennar notið vinsælda um árabil.

Athygli er vakin á því að takmarkað pláss er á námskeiðið sem verður einungis haldið í Borgartúni 6 en ekki rafrænt.

Þar sem um er að ræða staðnámskeið með virkri þátttöku fólks verður það ekki tekið upp og því ekki hægt að horfa á upptöku af því síðar.