Þriðja vaktin og jafnrétti
Fyrirlesarar: Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur og Hulda Tölgyes sálfræðingur
14. mars 2023
Kl. 13:00 - 14:00
Borgartúni 6, 4. hæð og á Teams
Fyrirlesarar: Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur og Hulda Tölgyes sálfræðingur
Erindið fjallar um hugrænu byrðina sem fylgir hinni ólaunuðu ábyrgð, yfirumsjón og verkstýringu á heimilis- og fjölskylduhaldi. Ábyrgð sem kölluð er þriðja vaktin.
Leitast verður við að skýra þriðju vaktina og varpa ljósi á áhrif ójafnrar ábyrgðar á þessum ólaunuðu störfum. Erindið byggir á fræðilegri og persónulegri reynslu fyrirlesara, þar sem þau flétta saman sálfræðilegu- og kynjafræðilegu sjónarmiði saman við persónulega glímu sína við þriðju vaktina á eigin heimili.
Hulda og Þorsteinn sáu um heimilda- og textavinnu fyrir átak VR um þriðju vaktina og gáfu út þáttinn #9 Mental load í hlaðvarpinu Karlmennskan.