Skip to content

Við starfslok: Vinaverkefni Rauða krossins

Kynning á gefandi sjálfboðaliðastarfi fyrir fólk sem er hætt að vinna

1. desember 2022
Kl. 12:30 - 13:00
Teams

Hera Hallbera Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum mun kynna vinaverkefni Rauða krossins.

Óskað er eftir sjálfboðaliðum

Rauði krossins hefur fengið sjálfboðaliða úr röðum einstaklinga sem nýlega hafa látið af störfum til liðs við sig. Þá er sérstök þörf fyrir fólk sem er orðið 60 ára og eldra.

Þau sem hafa komið í sjálfboðaliðastörfin hjá Rauða krossinum segja það hafa verið afar gefandi að geta lagt öðrum lið. Mörg tala um að þeim leiðist eftir að þau hætta að mæta til vinnu og leita því til Rauða krossins til að fylla inn í sína dagskrá.

Vinaverkefni RKÍ eru fjögur: Heimsóknavinir, Gönguvinir, Símavinir og Hundavinir. Markmið vinaverkefna RKÍ er að sporna gegn félagslegri einangrun, sem hefur aldrei verið meiri frá því verkefnið hófst árið 1955. Sjálfboðaliðar annað hvort heimsækja gestgjafa sína einu sinni í viku, u.þ.b. klukkutíma í senn, eða hringja tvisvar í viku, u.þ.b. 30 mínútur í senn. Hlutverk sjálfboðaliða er að veita félagsskap, stuðning, hvatningu og létta lund. Þannig auka þau lífsgæði og vellíðan og draga um leið úr andlegum og líkamlegum kvillum.