Efnistilraunir
Formannaráð BHM, sem samanstendur af öllum 27 formönnum aðildarfélaga BHM, hefur samþykkt tillögu þess efnis að fela Friðriki Jónssyni, formanni bandalagsins, viðræðuumboð vegna komandi kjaraviðræðna. Félögin hafa síðustu ár sjálf farið með sitt umboð en hafa nú ákveðið að hefja viðræður sameinuð undir forystu Friðriks.
Lægst launuðustu sérfræðingar á íslenskum vinnumarkaði finnast sem sagt í þessum „kvennastéttum“ sveitarfélaganna. Nær útilokað er að einkamarkaður gæti náð fram slíkri „hagkvæmni“ og síst á kostnað launafólksins sem vinnur þessi störf hlutfallslega ódýrt í þágu samfélagsins. Hin sorglega staðreynd er að þessir sérfræðingar – í yfirgnæfandi meirihluta konur – niðurgreiða í reynd og raun vinnuafl sitt í okkar þágu – og í þágu íslensks atvinnulífs.