Starfs­mennt­unar­sjóður

Langar þig að fara í nám, á námskeið, ráðstefnur/málþing eða í fræðslu- og kynnisferðir? Starfsmenntunarsjóður BHM aðstoðar félagsfólk sitt við að bæta við sig margvíslegri þekkingu.

Styrkir

Sjóðurinn veitir styrki til náms og einstakra námskeiða, ráðstefna, málþinga og fræðslu- og kynnisferða innanlands og utan. Verkefnin þurfa almennt að varða fagsvið eða starf þeirra sem sækja um.

Námskeið

Sjóðurinn veitir styrki til félaga til að taka þátt í námskeiðum bæði innanlands og utan.

Nám

Sjóðurinn styrkir félaga vegna skólagöngu innanlands og utan.

Ráðstefnur og málþing

Sjóðurinn styrkir félaga til að taka þátt í ráðstefnum og málþingum bæði innanlands og utan.

Fræðslu- og kynnisferðir

Starfsmenntunarsjóður styrkir félaga vegna þátttöku í faglega skipulögðum heimsóknum eða kynnisferðum, innanlands sem utan.

Önnur styrkhæf verkefni

Hér má til að mynda nefna próftökugjald, ýmis fræðsluerindi sem tengjast starfsmenntun viðkomandi, kostnaður tengdum rannsóknarverkefnum o.fl. Til dæmis eru ýmis námskeið sem bæta starfshæfni umsækjenda á sviði tölvutækni og tungumála almennt styrkhæf, þó þau tengist ekki beint starfi eða háskólamenntun umsækjanda.

Heimildarákvæði vegna skertrar færni

Stjórn Starfsmenntunarsjóðs BHM er heimilt að veita viðbótarstyrk til sjóðfélaga vegna kostnaðar sem fellur til vegna skertrar færni.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt