Skip to content

Starfs­mennt­unar­sjóður

Langar þig að fara í nám, á námskeið, ráðstefnur/málþing eða í fræðslu- og kynnisferðir? Starfsmenntunarsjóður BHM aðstoðar félagsfólk sitt að bæta við sig margvíslegri þekkingu.

Styrkir

Sjóðurinn veitir styrki til náms og einstakra námskeiða, ráðstefna, málþinga og fræðslu- og kynnisferða innanlands og utan. Verkefnin þurfa almennt að varða fagsvið eða starf þeirra sem sækja um.

Stök námskeið

Sjóðurinn veitir styrki til félaga til að taka þátt í námskeiðum bæði innanlands og utan.

Nám

Sjóðurinn styrkir félaga vegna skólagöngu innanlands og utan.

Ráðstefnur og málþing

Sjóðurinn styrkir félaga til að taka þátt í ráðstefnum og málþingum bæði innanlands og utan.

Fræðslu- og kynnisferðir

Starfsmenntunarsjóður styrkir félaga vegna þátttöku í faglega skipulögðum heimsóknum eða kynnisferðum, innanlands sem utan.

Önnur styrkhæf verkefni

Til dæmis eru ýmis námskeið sem bæta starfshæfni umsækjenda á sviði tölvutækni og tungumála almennt styrkhæf, þó þau tengist ekki beint starfi eða háskólamenntun umsækjanda.