Nýs framkvæmdastjóra bíða fjölbreytt og krefjandi verkefni við að efla starf BHM.
Starfssvið - Helstu verkefni og ábyrgð
Ber ábyrgð á starfsemi bandalagsins gagnvart framkvæmdastjórn BHM.
- Fylgir eftir ákvörðunum aðalfundar, framkvæmdastjórnar, formannaráðs og nefnda BHM.
 - Ber ábyrgð á rekstri bandalagsins, sjóðum þess og mannauðsmálum.
 - Á samskipti og samstarf við aðildarfélög, sjóði BHM og utanaðkomandi aðila.
 - Tryggir þjónustustig gagnvart aðildarfélögum BHM.
 - Stuðlar að ýmsum umbótaverkefnum á vettvangi bandalagsins.
 - Er fulltrúi bandalagsins í ýmsum nefndum og ráðum.
 - Á samskipti og samstarf við aðila vinnumarkaðarins í samráði við formann.
 
Hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi, meistaragráða æskileg
 - Þekking eða reynsla af stjórnun og rekstri
 - Þekking eða reynsla af vinnumarkaðsmálum og starfsemi félagasamtaka er kostur.
 - Leiðtogahæfni og færni til að vinna í hópi.
 - Lipurð og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
 - Frumkvæði og metnaður.
 - Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
 - Góð enskukunnátta nauðsynleg og kunnátta í einu Norðurlandamáli er kostur.
 
BHM eru heildarsamtök 24 aðildarfélaga. Í félögunum eru um 18 þúsund félagar með margvíslegan bakgrunn og sérfræðiþekkingu sem starfa á öllum sviðum samfélagsins. Í krafti fjöldans og fjölbreytninnar stendur BHM vörð um mikilvægi hugvits, sérfræðikunnáttu og menntunar.
Persónuverndaryfirlýsing vegna umsóknar um starf hjá BHM
Nánari upplýsingar veita:
Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is
Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is