Dagskrá á baráttudegi launafólks 1. maí
Bandalagið býður félagsfólki að koma saman í anddyri Bíó Paradísar, mynda tengsl og gæða sér á hamborgurum frá Búllunni áður en haldið verður í kröfugöngu frá Skólavörðuholti.
Bandalagið býður félagsfólki að koma saman í anddyri Bíó Paradísar, mynda tengsl og gæða sér á hamborgurum frá Búllunni áður en haldið verður í kröfugöngu frá Skólavörðuholti.
Við opnum anddyri Bíó Paradísar upp úr kl. 11:00 og njótum þess að vera saman áður en haldið verður í göngu. Gengið verður frá Skólavörðuholti kl. 13:30 niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi þar sem hátíðardagskrá hefst kl. 14:00. Slagorð göngunnar í ár er „Sterk hreyfing, sterkt samfélag.“