
BHM tekur undir að skynsamlegt sé að greina á milli embættismanna sem starfa næst stjórnmálamönnum og annarra embættismanna, eins og lagt er til í skýrslunni. Þá styður BHM tillögu starfshópsins um úttekt á hæfni stjórnsýslunnar til að takast á við áskoranir samtímans, í samræmi við það sem gert hefur verið í öðrum OECD-ríkjum. BHM tekur ekki afstöðu til 7 ára skipunartíma en leggur áherslu á að slíkar breytingar kalli á ítarlega umræðu um kosti og galla ólíkra leiða.
BHM styður tillögu um úttekt á hæfni stjórnsýslunnar til að takast á við áskoranir samtímans og telur jafnframt skynsamlegt að pólitískir aðstoðarmenn ráðherra láti af störfum í aðdraganda þingkosninga. Þá telur BHM brýnt að skoða alvarlega tillögu um stofnun miðlægrar skrifstofu fyrir mannauðsmál ríkisins og að slík eining hafi skýrt hlutverk í formi ráðgjafar og stuðnings við stofnanir og ráðuneyti.
Varðandi umfjöllun um aðra ríkisstarfsmenn tekur BHM undir að stefna þurfi að betra jafnvægi milli réttinda og skyldna og aðlögun að nútímalegum stjórnarháttum. Það mætti meðal annars gera með stuðningi miðlægrar skrifstofu þar sem slík skrifstofa myndi veita stjórnendum hjá hinu opinbera nauðsynlega þjálfun og stuðning í mannauðsmálum.
BHM mun fylgjast áfram með framgangi málsins og leggja áherslu á að niðurstöður verði byggðar á rökum og staðreyndum fremur en huglægu mati.
Tengdar færslur
9. október 2024Mikilvægt að framlengja heimild til ráðstöfunar séreignasparnaðar inn á húsnæðislán
25. september 2024Gagnrýna samráðsleysi við heildarsamtök launafólks
7. febrúar 2024Fulltrúar BHM, BSRB og ASÍ telja sjálfstæði loftlagsráðs skert í reglugerðardrögum
- 24. apríl 2023
Ríkisstjórnin forgangsraði betur
29. desember 2022Bæta þarf lífeyrisþegum ólögmætar skerðingar vegna töku lífeyris í öðrum EES-ríkjum
3. nóvember 2022Illa unnið frumvarp sem vonandi nær ekki fram að ganga