Skip to content

Þorkell nýr varaformaður BHM

Framkvæmdastjórn BHM hefur kosið Þorkel Heiðarsson varaformann BHM. Hann kemur til með að gegna embættinu tímabundið fram að aukaaðalfundi sem haldinn verður í september.

Þorkell á sæti í framkvæmdastjórn BHM og er einnig varaformaður Félags íslenskra náttúrufræðinga.

Kolbrún Halldórsdóttir var áður varaformaður BHM en tók á síðasta aðalfundi við formannsembættinu af Friðriki Jónssyni. Samkvæmt lögum BHM er varaformaður kosinn annað hvert ár og því verður kosið um nýjan varaformann á sérstökum aukaaðalfundi í september.

Íris Davíðsdóttir er ritari framkvæmdastjórnar BHM og Sigrún Ólafsdóttir leysir Þorkel tímabundið af sem gjaldkera á meðan hann sinnir varaformannsembættinu.