Óskum eftir ráðgjafa í þjónustuver
18. júní 2024
Við leitum að hressum og metnaðarfullum einstaklingi í samhent teymi þjónustuvers BHM. Umsóknarfrestur um stöðu ráðgjafa er til og með 25. júní nk.
Ráðgjafi í þjónustuveri BHM veitir félagsfólki upplýsingar um ýmis mál og veitir aðstoð með umsóknir um styrki úr sjóðum bandalagsins í samvinnu við ráðgjafateymi. Ráðgjafar sjóða vinna náið með stjórnum sjóða BHM og aðstoða við undirbúning og úrvinnslu stjórnarfunda.