Silja Bára R. Ómarsdóttir tók við embætti rektors Háskóla Íslands í dag

BHM óskar henni innilega til hamingju með kjörið og hlakkar til samstarfsins á komandi árum. Silja Bára lagði áherslu á lýðræði, akademískt frelsi, fjölbreytileika og mikilvægi rannsókna og menntunar í þjónustu við samfélagið.

Á myndinni eru Kolbrún Halldórsdóttur formaður BHM og Silja Bára R. Ómarsdóttir við rektorsskiptin í dag.

Nýr rektor dró fram í ræðu sinni mikilvægi þess að bæta starfs- og námsumhverfi, efla þverfræðilegt samstarf og tryggja að Háskóli Íslands verði áfram opinn og aðgengilegur öllum sem vilja sækja sér þekkingu – óháð tungumáli, uppruna eða aðstæðum. Hún lagði einnig sérstaka áherslu á gott starfsumhverfi og velferð starfsfólks og stúdenta.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími síma þjónustuvers:
mán. til fim. 10:00 - 14:00
fös. 10:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt