17. júlí 2025
Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) gagnrýna harðlega að frumvarp um umbætur á Menntasjóði námsmanna hafi ekki verið samþykkt á nýafstöðnu þingi, þrátt fyrir víðtæka samstöðu meðal þingmanna.

Lísa Margrét Gunnarsdóttir forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS, segir að „framtíð stúdenta sitji enn á hakanum“ vegna málþófs sem tafði málið.
Í grein sem hún ritar í dag bendir Lísa á að frumvarpið hafi falið í sér „bráðnauðsynlegustu skrefin til þess að létta fjárhagslega byrði lántaka“ og að núverandi kerfi standist ekki lengur kröfur um félagslegan jöfnuð. Hún segir það „ætti að vera í forgangi að leiðrétta þann kynslóðahalla sem hefur myndast hvað varðar lánakjör íslenskra stúdenta.“