„Framtíð stúdenta situr á hakanum”

Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) gagnrýna harðlega að frumvarp um umbætur á Menntasjóði námsmanna hafi ekki verið samþykkt á nýafstöðnu þingi, þrátt fyrir víðtæka samstöðu meðal þingmanna.

Lísa Margrét Gunnarsdóttir forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.

Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS, segir að „framtíð stúdenta sitji enn á hakanum“ vegna málþófs sem tafði málið.

Í grein sem hún ritar í dag bendir Lísa á að frumvarpið hafi falið í sér „bráðnauðsynlegustu skrefin til þess að létta fjárhagslega byrði lántaka“ og að núverandi kerfi standist ekki lengur kröfur um félagslegan jöfnuð. Hún segir það „ætti að vera í forgangi að leiðrétta þann kynslóðahalla sem hefur myndast hvað varðar lánakjör íslenskra stúdenta.“

Stúdentar greiða hátt verð fyrir seinaganginn

BHM tekur undir þá gagnrýni að tafir á umbótum í námslánakerfinu bitni sérstaklega á ungu fólki sem stendur frammi fyrir „ósveigjanlegri greiðslubyrði sem slagar upp í hundrað þúsund krónur í hverjum einasta mánuði“, eins og kemur fram í greininni. LÍS hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að tryggja að Menntasjóður námsmanna gegni hlutverki sínu sem jöfnunartæki og að náms aðstoð stuðli að aðgengi allra að háskólanámi, óháð félagslegum bakgrunni.

„Þingmenn voru almennt sammála um að núverandi námslánakerfi væri óásættanlegt,“ skrifar Lísa, og hvetur til þess að frumvarpið verði samþykkt strax við upphaf næsta þings.

BHM tekur undir þá áskorun og leggur áherslu á að tryggja réttlátt og sjálfbært námslánakerfi sem styður við menntun, jafnrétti og framtíð unga fólksins á Íslandi.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími síma þjónustuvers:
mán. til fim. 10:00 - 14:00
fös. 10:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt