
Frá vinstri: Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, Helga Rósa Másdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands og Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Það þarf skýra aðgerðaáætlun
Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að sett verði fram aðgerðaáætlun fyrir 15. september þar sem mönnun sé sett í forgang. Þau leggja jafnframt áherslu á að heilbrigðisstofnanir fái nauðsynlegt fjármagn og heimildir til að ráða starfsfólk út frá faglegum forsendum – í þágu þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda.
BHM styður eindregið við þetta sameiginlega ákall og telur brýnt að stjórnvöld axli ábyrgð og tryggi fagleg og viðunandi starfsskilyrði fyrir heilbrigðisstéttir landsins með öryggi skjólstæðinga að leiðarljósi.