Skip to content

Einstaklingar

Starfsþróunarsetur veitir styrki til einstaklinga vegna starfsþróunar þeirra.

Styrkhæft er nám á háskólastigi, faglegt nám og ráðstefnur sem tengjast starfsþróun á fagsviði viðkomandi eða heildstætt nám á nýju fagsviði (starfsferilsþróun). Þar má nefna til dæmis tungumála- og upplýsingatækninám, eða önnur námskeið sem miða að því að styrkja einstaklinginn í starfi.

Hámarksstyrkur til einstaklinga er 600.000 kr. á 24 mánaða tímabili.

Athugið að rökstyðja þarf staðarval náms/námskeiða sem fer fram erlendis. Námskeið sem hafa það að markmiði að vinna með heilsubrest, s.s. líkamsrækt eða eru hluti af meðferðarúrræðum eru ekki styrkt.

Hvað er styrkt?

Veittir eru styrkir vegna

 1. Skólagjalda
 2. Námskeiðsgjalda
 3. Ráðstefnugjalda
 4. Námsgagna - sem tengjast lið 1 og 2
 5. Ferðakostnaðar sem hlýst af liðum 1-3

Styrkir eru ekki veittir vegna

 • Tómstundanámskeiða
 • Kynnisferða
 • Rannsóknarleyfa
 • Fæðiskostnaðar, ferða innan borga og sveitarfélaga eða launataps
 • Bílastæðagjalda, bílaleigubíla eða bensínkostnaðar

Heimildarákvæði vegna skertrar færni

Stjórn Starfsþróunarseturs háskólamanna getur ákveðið að veita viðbótarstyrk vegna kostnaðar sem fellur til vegna skertrar færni.

Styrkir vegna ferðakostnaðar

Ferðastyrkir eru veittir fyrir

 • Flugkostnaði
 • Gistikostnaði
 • Samgöngum til og frá millilandaflugvelli erlendis
 • Greiddir eru fastir styrkir vegna ferðakostnaðar innanlands

Nánar um ferðakostnað

Úthlutunarreglur Starfsþróunarsetursins

Nálgast má gildandi úthlutunarreglur Starfsþróunarsetursins hér