Einstaklingar
Styrkhæft er nám á háskólastigi, faglegt nám og ráðstefnur sem tengjast starfsþróun á fagsviði viðkomandi eða heildstætt nám á nýju fagsviði (starfsferilsþróun). Þar má nefna til dæmis tungumála- og upplýsingatækninám, eða önnur námskeið sem miða að því að styrkja einstaklinginn í starfi.
Hámarksstyrkur til einstaklinga er 600.000 kr. á 24 mánaða tímabili.
Athugið að rökstyðja þarf staðarval náms/námskeiða sem fer fram erlendis. Námskeið sem hafa það að markmiði að vinna með heilsubrest, s.s. líkamsrækt eða eru hluti af meðferðarúrræðum eru ekki styrkt.