Einstaklingar

Starfsþróunarsetur háskólamanna veitir styrki til sjóðsfélaga vegna starfsþróunar þeirra. Sótt er um rafrænt í gegnum Mínar síður BHM.

Styrkir

Styrkhæf verkefni er nám á háskólastigi, faglegt nám og ráðstefnur sem tengjast starfsþróun á fagsviði viðkomandi eða heildstætt nám á nýju fagsviði (starfsferilsþróun). Þar má nefna til dæmis tungumála- og upplýsingatækninám, eða önnur námskeið sem miða að því að styrkja einstaklinginn í starfi.

Kynnisferðir og tómstundanámskeið eru ekki styrkt. Námskeið sem hafa það að markmiði að vinna með heilsubrest, s.s. líkamsrækt eða eru hluti af meðferðarúrræðum eru ekki styrkt.

Hámarksstyrkur úr sjóðnum, miðað við fullan rétt, er 600.000 kr. á 24 mánaða tímabili.

Nám

Setrið styrkir sjóðsfélaga vegna skólagöngu bæði innanlands og utan.

Námskeið

Setrið veitir styrki til sjóðsfélaga til að sækja í námskeið bæði innanlands og utan.

Ráðstefnur

Setrið styrkir sjóðsfélaga til að taka þátt í ráðstefnum bæði innanlands og utan.

Heimildarákvæði vegna skertrar færni

Stjórn Starfsþróunarseturs háskólamanna getur ákveðið að veita viðbótarstyrk vegna kostnaðar sem fellur til vegna skertrar færni.

Nánari upplýsingar

Tvær umsóknir fyrir sama verkefni

Það er hægt!

Gefum okkur að sótt sé um styrk fyrir ráðstefnuferð erlendis þar sem lagt er út fyrir ráðstefnugjaldi og flugkostnaði áður en út er haldið en gistikostnaður er ekki greiddur fyrr en komið er á hótelið. Þá er hægt að sækja um styrk fyrir ráðstefnugjaldi og flugkostnaði í fyrri umsókn svo hægt sé að greiða út þann kostnað. Þegar gistikostnaður hefur verið greiddur er gerð ný umsókn. Sú umsókn þarf ekki að vera jafn ítarleg heldur aðeins að nefna að hún sé seinni hlutinn af fyrri umsókn.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt