
Styrkir
Styrkhæf verkefni er nám á háskólastigi, faglegt nám og ráðstefnur sem tengjast starfsþróun á fagsviði viðkomandi eða heildstætt nám á nýju fagsviði (starfsferilsþróun). Þar má nefna til dæmis tungumála- og upplýsingatækninám, eða önnur námskeið sem miða að því að styrkja einstaklinginn í starfi.
Kynnisferðir og tómstundanámskeið eru ekki styrkt. Námskeið sem hafa það að markmiði að vinna með heilsubrest, s.s. líkamsrækt eða eru hluti af meðferðarúrræðum eru ekki styrkt.
Nám
Setrið styrkir sjóðsfélaga vegna skólagöngu bæði innanlands og utan.
Námskeið
Setrið veitir styrki til sjóðsfélaga til að sækja í námskeið bæði innanlands og utan.
Ráðstefnur
Setrið styrkir sjóðsfélaga til að taka þátt í ráðstefnum bæði innanlands og utan.
Heimildarákvæði vegna skertrar færni
Stjórn Starfsþróunarseturs háskólamanna getur ákveðið að veita viðbótarstyrk vegna kostnaðar sem fellur til vegna skertrar færni.