Skip to content

Umsóknarferli einstaklinga

Umsóknum í Starfsþróunarsetur háskólamanna er skilað rafrænt á Mínum síðum setursins.

Styrkhæfni

Hægt er að kanna styrkhæfni verkefnis með því að útbúa umsókn inn á Mínum síðum setursins. Það þarf ekki að vera búið að skrá sig né greiða áður, eingöngu láta allar upplýsingar um verkefnið fylgja með umsókn svo ráðgjafar Sjóða geti lag mat á umsóknina. Mat á styrkhæfni umsóknar berst í tölvupóst og ef umsókn er samþykkt þá er óskað eftir fylgigögnum (reikningum/greiðslukvittunum).

Fylgigögn og greiðsla styrkja

Fylgigögn eru hengd við umsóknir með rafrænum hætti. Styrkir eru greiddir að jafnaði einu sinni í viku, yfirleitt við vikulok. Upphæðir styrkja miðast við framlagða reikninga. Einungis eru veittir styrkir vegna reikninga sem eru í nafni umsækjanda. Skilafrestur reikninga er tólf mánuðir frá lokum náms/ráðstefnu.

Dæmi um löglegan reikning

Meðferð umsókna

Starfsmenn setursins afgreiða umsóknir samkvæmt úthlutunarreglum. Allir umsækjendur fá svarpóst þar sem fram kemur hvort umsóknin hefur verið samþykkt eða ekki og hvaða gögnum þurfi að skila til þess að unnt sé að greiða styrkinn út. Sætti umsækjandi sig ekki við ákvörðun á hann ávallt rétt á að vísa máli sínu til stjórnar Starfsþróunarseturs. Verkefni sem vafi leikur á að falli að reglum setursins eru lögð fyrir stjórn Starfsþróunarseturs.

Hafðu samband

Starfsfólk þjónustuvers BHM veitir upplýsingar og aðstoð vegna umsókna í sjóði BHM. Þjónustuverið er staðsett á 3. hæð í Borgartúni 6, Reykjavík.

Þjónustan er veitt í gegnum netspjall, tölvupóst, í síma eða á staðnum. Þjónustuverið er opið mánudaga til fimmtudaga milli kl. 9:00 og 16:00 og föstudaga milli kl. 09:00 og 13:00.

Sími: 595 5100
Netfang: sjodir@bhm.is

Umsóknum og fylgigögnum er skilað rafrænt á Mínum síðum.