Umsóknarferli einstaklinga

Sótt er um einstaklingsstyrki til sjóðsins rafrænt í gegnum Mínar síður BHM. Styrkir eru að jafnaði greiddir einu sinni í viku, yfirleitt við vikulok.

Styrkhæfi verkefnis

Hægt er að kanna styrkhæfi verkefnis með því að útbúa umsókn inn á Mínum síðum. Það þarf ekki að vera búið að skrá sig né greiða áður, eingöngu láta allar upplýsingar um verkefnið fylgja með umsókn svo ráðgjafar sjóða geti lag mat á styrkhæfi þess. Umsóknum er svarað í gegnum skilaboðarás á Mínum síðum þar sem fram kemur hvort verkefnið sé styrkhæft eða ekki, og ef umsókn er samþykkt þá er óskað eftir fylgigögnum (reikningum/greiðslukvittunum).

Má gera tvær umsóknir fyrir sama verkefni?

Já, það er hægt. Gefum okkur að sótt sé um styrk fyrir ráðstefnuferð erlendis þar sem lagt er út fyrir ráðstefnugjaldi og flugkostnaði áður en út er haldið en gistikostnaður er ekki greiddur fyrr en komið er á hótelið. Þá er hægt að sækja um styrk fyrir ráðstefnugjaldi og flugkostnaði í fyrri umsókn svo hægt sé að greiða út þann kostnað. Þegar gistikostnaður hefur verið greiddur er gerð ný umsókn. Sú umsókn þarf ekki að vera jafn ítarleg heldur aðeins að nefna að hún sé seinni hlutinn af fyrri umsókn.

Meðferð umsókna

Starsfólk sjóðsins afgreiðir umsóknir samkvæmt úthlutunarreglum. Umsækjendur fá svarpóst þar sem fram kemur hvort umsóknin hafi verið samþykkt eða ekki, og hvaða gögnum þurfi að skila til að unnt sé að greiða styrkinn út.

Ef félagi í sjóðnum sættir sig ekki við ákvörðun starfsfólks sjóðsins hefur hann rétt á að vísa máli sínu til stjórnar Starfsþróunarseturs háskólamanna. Verkefni sem vafi leikur á að falli að reglum sjóðsins eru lögð fyrir stjórnina. Hún kemur saman einu sinni í mánuði.

Fylgigögn og greiðsla styrkja

Fylgigögn eru hengd við umsóknir með rafrænum hætti í gegnum Mínar síður. Styrkir eru greiddir að jafnaði einu sinni í viku, yfirleitt við vikulok. Upphæðir styrkja miðast við framlagða reikninga. Einungis eru veittir styrkir vegna reikninga sem eru í nafni umsækjanda.

Skilafrestur reikninga er tólf mánuðir frá lokum náms/ráðstefnu.

Hafðu samband

Starfsfólk þjónustuvers BHM veitir upplýsingar og aðstoð vegna umsókna í sjóði BHM. Þjónustuverið er staðsett á 1. hæð í Borgartúni 27, Reykjavík.

Þjónustan er veitt í gegnum netspjall, tölvupóst, í síma eða á staðnum. Þjónustuverið er opið mánudaga til fimmtudaga milli kl. 9:00 og 15:00 og föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00.

Sími: 595 5100
Netfang: sjodir@bhm.is

Umsóknum og fylgigögnum er skilað rafrænt á Mínum síðum.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt