At­vinnu­leys­is­bæt­ur

Sjálfstætt starfandi eiga rétt á atvinnuleysisbótum, líkt og aðrir á vinnumarkaði, hafi þeir greitt tilskilin opinber gjöld reglulega og tilkynnt um stöðvun rekstrar til skattyfirvalda.

Vinnumálastofnun

Vinnumálastofnun afgreiðir umsóknir um atvinnuleysisbætur.

Stöðvun rekstrar

Til að sjálfstætt starfandi einstaklingur geti fengið atvinnuleysisbætur þarf hann að hætta rekstri sínum með formlegum hætti og leggja fram hjá Vinnumálastofnun afrit tilkynningar til launagreiðendaskrár ríkisskattstjóra um að hann hafi stöðvað rekstur og að öll starfsemi hafi verið stöðvuð.

Opinber gjöld

Ákvörðun atvinnuleysisbóta byggir á að eftirfarandi gjöld hafa verið greidd:

  • Tryggingagjald vegna starfsins.
  • Mánaðarlegur staðgreiðsluskattur af reiknuðu endurgjaldi.

Ákvörðun atvinnuleysisbóta

Fullar eða hlutfallslegar bætur

Til að eiga rétt á fullum atvinnuleysisbótum þarf sjálfstætt starfandi einstaklingur að hafa greitt staðgreiðsluskatt af reiknuðu endurgjaldi í samræmi við viðmiðunarfjárhæðir ríkisskattstjóra samfellt í tólf mánuði áður en sótt er um bætur.

Ef tryggingagjald hefur verið greitt skemur en 12 mánuði, en þó lengur en 3 mánuði, á síðustu tólf mánuðum áður en sótt er um, á viðkomandi rétt í samræmi við fjölda þeirra mánaða sem hann hefur greitt staðgreiðsluskatt.

Ef reiknað endurgjald umsækjanda er lægra en viðmiðunarfjárhæðir ríkisskattstjóra getur það leitt til þess að einstaklingur á aðeins rétt á hlutfallslegum bótum eða jafnvel engum, þar sem bótaréttur byggist á greiðslu staðgreiðsluskatts af reiknuðu endurgjaldi sem nemur að lágmarki þessum viðmiðunarfjárhæðum.

Því er mikilvægt fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga að fylgja viðmiðunarfjárhæðum ríkisskattstjóra við ákvörðun á reiknuðu endurgjaldi til að tryggja sér fullan rétt til atvinnuleysisbóta, ef til þess kemur.

Grunn- og tekjutengdar bætur

Fyrstu tvær vikurnar eru greiddar grunnatvinnuleysisbætur svo tekur við tekjutenging bótanna í þrjá mánuði.

  • Grunnatvinnuleysisbætur eru fastákveðnar og óháðar fyrri tekjum. Grunnbætur nema 383.870 kr. á mánuði miðað við 100% bótarétt (frá 1. janúar 2026).
  • Tekjutengdar atvinnuleysisbætur eru 70% af meðaltali heildarlauna og er miðað við tekjuárið á undan því ári sem umsækjandi varð atvinnulaus. Tekjutengdar bætur eru veittar í allt að 3 mánuði, eftir það taka grunnbætur aftur við.

Skilyrði um atvinnuleit

Gerð er krafa um þeir sem fá greiddar atvinnuleysisbætur séu skráðir sem atvinnuleitendur hjá Vinnumálastofnun og fylgi þeim leiðbeiningum sem stofnunin setur. Sá sem fær greiddar atvinnuleysisbætur þarf að vera tilbúinn að taka við hvaða lögmætu starfi sem er í samræmi við hæfni sína og heilsufar.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími síma þjónustuvers:
mán. til fim. 10:00 - 14:00
fös. 10:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt