Rekstur og skattar
Þessar skyldur eru nauðsynlegar til að tryggja réttindi eins og rétt til atvinnuleysisbóta og fæðingarorlofs, sem og til að uppfylla lagalegar skyldur varðandi skatta og gjöld.
Þessar skyldur eru nauðsynlegar til að tryggja réttindi eins og rétt til atvinnuleysisbóta og fæðingarorlofs, sem og til að uppfylla lagalegar skyldur varðandi skatta og gjöld.
Þegar einstaklingur ætlar að hefja rekstur, stendur hann frammi fyrir tveimur algengustu valkostunum:
Kostir við þetta fyrirkomulag er engin þörf á að stofna félag eða leggja fram stofnfé. Aðeins þarf að skrá sig hjá Skattinum sem rekstraraðila. Enginn kostnaður við skráningu fyrirtækis hjá fyrirtækjaskrá, engin lögbundin ársreikningaskil (nema tekjur fari yfir ákveðin mörk).
Minni kröfur um bókhald en hjá einkahlutafélagi, nema tekjur fari yfir 20 milljónir kr. á ári. Þá fer allur hagnaður eftir skatta beint til eiganda þar sem enginn aðskilnaður er milli eiganda og rekstrar.
Ókostir eru fyrst og fremst þeir að einstaklingurinn ber fulla ábyrgð á skuldbindingum rekstursins með eigin eignum. Þá kann trúverðugleiki gagnvart viðskiptavinum og lánastofnunum að vera takmarkaður þar sem sumir viðskiptavinir og birgjar kjósa að eiga viðskipti við fyrirtæki með aðskilda kennitölu.
Kostir við ehf. er hin takmarkaða ábyrgð, þ.e. eigandi ber almennt ekki persónulega ábyrgð á skuldbindingum félagsins (nema ef hann veitir persónulegar ábyrgðir).
Félagið er sjálfstæður lögaðili með eigin kennitölu, sem getur verið ákjósanlegt fyrir viðskipti og fjármögnun.
Félagið er sjálfstæður skattaðili.
Skrá þarf ehf. hjá fyrirtækjaskrá, því fylgir kostnaður, útbúa þarf stofngögn (samþykktir o.fl.) auk þess sem stofnfé þarf að vera a.m.k. er 500.000 kr.
Skylt er að halda tvíhliða bókhald og skila ársreikningi til Skattsins.
Hægt er að velja önnur félagsform, allt eftir stærð reksturs, fjölda eigenda og ábyrgðarskipan. Má þar til dæmis nefna samlagsfélag sem er samstarfsform tveggja eða fleiri aðila þar sem ábyrgð þeirra er mismunandi og sameignarfélag (sf.) sem er félag tveggja eða fleiri aðila sem bera ótakmarkaða, óskipta ábyrgð á skuldbindingum félagsins.
Einstaklingur í atvinnurekstri á eigin kennitölu sem greiðir laun, þar með talið reiknað endurgjald til sjálfs síns, þarf að skrá sig á launagreiðendaskrá ríkisskattstjóra.
Skal það gert eigi síðar en átta dögum áður en starfsemi hefst.
Við útborgun launa eða reiknuðu endurgjaldi ber launagreiðanda að halda eftir staðgreiðslu skatta og skila henni ásamt tryggingagjaldi til innheimtumanns. Launatímabil er að hámarki einn mánuður, gjalddagi er 1. dagur næsta mánaðar eftir launamánuð og eindagi er 15. hvers mánaðar.
Ef umfang rekstrar er óverulegt og reiknað endurgjald er lægra en 450.000 kr. á ári, þarf ekki að skila staðgreiðslu mánaðarlega. Í slíkum tilvikum eru launin aðeins talin fram á skattframtali og launaframtali, og tekjuskattur, útsvar og tryggingagjald eru lögð á við álagningu.
Sjá nánar á heimasíðu skattsins.
Ef sjálfstætt starfandi einstaklingur hyggst selja vörur eða þjónustu sem eru virðisaukaskattsskyld, þarf hann að skrá sig á virðisaukaskattsskrá.
Þetta er gert með því að fylla út eyðublað RSK 5.02 og skila því til ríkisskattstjóra.
Sjá nánar á heimasíðu skattsins.
Sjálfstætt starfandi einstaklingum ber að reikna sér endurgjald fyrir vinnu sína í eigin rekstri samkvæmt viðmiðunarreglum ríkisskattstjóra.
Reiknað endurgjald miðast við þau laun sem almennt tíðkast fyrir sambærilega vinnu á vinnumarkaði.
Skatturinn gefur árlega út viðmiðunarreglur um lágmarksfjárhæðir fyrir mismunandi starfsstéttir.
Af þessu reiknaða endurgjaldi ber að greiða staðgreiðslu skatta, tryggingagjald og iðgjald í lífeyrissjóð.
Vakni spurningar um reiknað endurgjald í þinni starfsgrein má ávalt leita ráða hjá sínu aðildarfélagi innan BHM.
Samkvæmt lögum um tekjuskatt er heimilt að draga frá tekjum þau gjöld sem varið er til að afla, tryggja og viðhalda tekjum, að því gefnu að þau séu ekki sérstaklega undanskilin í lögum.
Rekstrarkostnaður, svo sem launagreiðslur, leiga á húsnæði, hráefniskaup og annar kostnaður sem tengist beint starfseminni, telst því frádráttarbær.
Kostnaður þarf að vera réttilega skráður í bókhald og studdur reikningum, kvittunum eða öðrum fullnægjandi gögnum.
Sjá nánar reglugerð um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi.