Þjónustuverið lokað frá 24. - 26. september vegna fræðsluferðar

Vegna fræðsluferðar starfsfólks BHM verða skrifstofa og þjónustuver lokuð frá miðvikudeginum 24. september til og með föstudeginum 26. september.

Styrkir úr sjóðum BHM verða því greiddir fimmtudaginn 18. september og þriðjudaginn 23. september. Umsóknir um styrki sem berast eftir þriðjudaginn 23. september verða í fyrsta lagi afgreiddar í vikunni á eftir.

Sjúkradagpeningar verða greiddir þriðjudaginn 23. september og eftir atvikum 30. september. Lokunin mun því ekki hafa áhrif á hefðbundna greiðsludaga sjúkradagpeninga.

Erindum sem berast á meðan á lokun stendur verður svarað við fyrsta tækifæri þegar starfsfólk snýr aftur.

Við bendum félagsfólki sem hefur fyrirspurnir varðandi sjóði BHM á tölvupóstfangið sjodir@bhm.is

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími síma þjónustuvers:
mán. til fim. 10:00 - 14:00
fös. 10:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt