
Almenna reglan er sú að umsóknir eru afgreiddar í þeirri röð sem þær berast.
Við minnum á að viðmið afgreiðslutíma á umsóknum er allt að 10 virkir dagar, þ.e. frá því fullbúin umsókn með tilskyldum gögnum berst þar til hún er afgreidd. Í desember gæti reynt á það svigrúm, vegna fjölda umsókna.
Við viljum vekja athygli á því að gera má ráð fyrir að umsóknir sem berast eftir 9. desember verði ekki afgreiddar fyrr en eftir áramót.
Það á þó ekki við um sjúkradagpeningaumsóknir en æskilegt er að þær umsóknir berist eigi síðar en 17. desember, til að tryggja afgreiðslu þeirra fyrir áramót.
*Athugið einnig að styrkir hvorki tapast né endurnýjast við áramót, heldur endurnýjast eftir fljótandi tímabili, t.d. 12 mánuðum frá afgreiðslu. Því þarf félagsfólk ekki nauðsynlega að sækja um fyrir áramót.





