Áhugaverð skýrsla um íslenska embættismannakerfið

Forsætisráðuneytið kynnti nýverið skýrslu starfshóps um embættismannakerfið: Kjölfesta í hringiðu lýðræðisins. Skýrslan hefur að geyma afar áhugaverðar upplýsingar um þróun embættismannakerfisins og setur fram mikilvægar greiningar og tillögur sem snerta faglegt sjálfstæði, ábyrgð og stjórnkerfislega innviði, mál sem varða bæði traust á stjórnsýslunni og gæði þjónustu við almenning. 

Á myndinni eru (frá vinstri til hægri): Ólafur Þ. Harðarson, Sigríður Kristinsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Eygló Harðardóttir, Páll Þórhallsson og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir.

Í gær, þriðjudaginn 11. nóvember 2025, var haldið málþing um niðurstöður skýrslunnar. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, tók þátt í pallborði á málþinginu ásamt Eygló Harðardóttur, verkefnisstjóra afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra, Páli Þórhallssyni, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, Sigríði Kristinsdóttur, sýslumanni á höfuðborgarsvæðinu og formanni Félags forstöðumanna ríkisstofnana, og dr. Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands.

Skýrslan er aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda og BHM mun skila umsögn um hana þar sem lögð verður áhersla á að umbætur tryggi fagmennsku, gagnsæi og skýra ábyrgðarskipan, samhliða því að efla starfsumhverfi og réttindi embættismanna.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími síma þjónustuvers:
mán. til fim. 10:00 - 14:00
fös. 10:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt