Á myndinni eru (frá vinstri til hægri): Ólafur Þ. Harðarson, Sigríður Kristinsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Eygló Harðardóttir, Páll Þórhallsson og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir.
Í gær, þriðjudaginn 11. nóvember 2025, var haldið málþing um niðurstöður skýrslunnar. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, tók þátt í pallborði á málþinginu ásamt Eygló Harðardóttur, verkefnisstjóra afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra, Páli Þórhallssyni, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, Sigríði Kristinsdóttur, sýslumanni á höfuðborgarsvæðinu og formanni Félags forstöðumanna ríkisstofnana, og dr. Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands.
Skýrslan er aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda og BHM mun skila umsögn um hana þar sem lögð verður áhersla á að umbætur tryggi fagmennsku, gagnsæi og skýra ábyrgðarskipan, samhliða því að efla starfsumhverfi og réttindi embættismanna.