BHM, ASÍ og BSRB vísa máli um tryggingavernd starfsfólks í hlutastörfum til ESA

Í grein á Vísi 3. desember hélt lögmaðurinn Agnar Þór Guðmundsson því fram að stéttarfélög hefðu samþykkt að starfsmenn í hlutastörfum hjá Reykjavíkurborg sættu mismunun verði þeir fyrir slysum sem bótaskyld kunna að vera. Sú fullyrðing er röng og villandi.

Reglur Reykjavíkurborgar nr. 1/1990 og 2/1990, sem vísað er til í kjarasamningum, fela í sér að aðeins þeir sem teljast hafa starf sitt sem „aðalstarf“ njóta fullrar tryggingaverndar. Þetta hefur í reynd leitt til þess að starfsmenn í hlutastörfum geta verið útilokaðir frá bótum vegna slysa. Sama fyrirkomulag gildir hjá ríkinu samkvæmt reglum nr. 30/1990 og 31/1990.

BHM, ASÍ og BSRB hafa ítrekað krafist breytinga á þessum reglum, en án árangurs. Þann 17. febrúar síðastliðinn kærðu samtökin íslenska ríkið til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna brota á tilskipun 97/81/EC um hlutastörf, sem innleidd voru hér á landi með lögum nr. 10/2004. ESA hefur nú óskað eftir skýringum frá ríkinu og málið er til meðferðar hjá stofnuninni.

BHM leggur áherslu á að fullyrðingar um samþykki stéttarfélaga fyrir mismunun séu rangar. Þvert á móti hafa þau staðið vörð um réttindi félagsfólks í hlutastörfum og leitað réttar þess með formlegri kvörtun til ESA.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími síma þjónustuvers:
mán. til fim. 10:00 - 14:00
fös. 10:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt