Nú standa Hinsegin dagar yfir, með fjölbreyttri dagskrá um réttindi, sýnileika og fjölmenningu, sem lýkur með hinsegin Gleðigöngunni á laugardag. Vottunin undirstrikar skuldbindingu BHM við mannréttindi og jafnrétti – í verki, ekki bara orðum.
BHM er stolt af því að fá þessa vottun og lítur á hana sem mikilvægt tæki til að halda áfram að efla innra starf og skapa öruggt rými fyrir öll.
Hinsegin vottun Samtakanna ’78 er veitt þeim vinnustöðum sem uppfylla skilyrði um fræðslu, stefnu og verklag sem stuðlar að jafnrétti og þátttöku hinsegin fólks. Með þessari vottun staðfestir BHM hlutverk sitt sem virkur þátttakandi í baráttunni fyrir mannréttindum á vinnumarkaði og í samfélaginu.